„Ekki lengur góði gæinn” – Trump hvetur þingið að kalla Obama til yfirheyrslu

Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna

Í nýju tísti segir Donald Trump Bandaríkjaforseti að „ef ég væri þingmaður eða öldungardeildarmaður væri fyrsti einstaklingurinn, sem ég myndi kalla fyrir til að bera vitni í stærsta stjórnmálaglæpamáli og hneyksli nokkru sinni í sögu Bandaríkjanna, vera Obama fyrrum forseti. Hann vissi ALLT. Gerðu það @LindseyGrahamSC, gerðu það bara. Ætla ekki lengur að vera góði gæinn. Segjum ekkert meira!”

Obama lagði ofuráherslu á „hneykslislausa forsetatíð” þegar hann var forseti en á yfir höfði sér mesta hneyksli í sögu Bandaríkjanna eftir að hann hætti forsetastörfum. Demókratar sóttu hart að Donald Trump og ásökuðu hann um að vera „rússneskan njósnara” en hafa fallið kylliflatir án sannana í höndunum. Í staðinn þrengist nú snaran um Barack Obama fv. Bandaríkjaforseta sem var í innsta hring þeirra sem reyndu að klína rússastimplinum á Trump.

Sjá nánar hér

Trump hafði áður tístað um OBAMAGATE! sbr. meðfylgjandi frétt Tucker Carlson hjá Fox News um málið.

https://www.foxnews.com/media/tucker-obama-used-fbi-hurt-political-enemies

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila