Óbólusettum meinað að koma í vinnuna – fá engin laun

Aðskilnaðarstefna Frakklands slær hart gegn landsmönnum í verri þjónustu sjúkrahúsanna, þegar margir lykistarfsmenn eins og svæfingalæknar fá ekki að vinna störfin sín. (Sksk Twitter).

Um 3 000 heilbrigðisstarfsmenn í Frakklandi sem af ólíkum ástæðum hafa ekki látið bólusetja sig gegn covid-19 er meinaður aðgangur að vinnustað sínum og fá engin laun. Skv. Olivier Véran heilbrigðisráðherra er útilokun starfsmanna frá vinnustað „tímabundin” en „nokkrir tugir” hafa kosið að segja upp störfum, þar sem þeir vilja ekki láta bólusetja sig.

15. september tók bólusetningarskylda gildi fyrir heilbrigðisstarfsmenn í Frakklandi, sem Emmanuel Macron tilkynnti um í júlí. Þá áttu allir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar að hafa látið bólusetja sig með minnst einni sprautu. Um 3 000 starfsmenn höfðu ekki gert það og fengu því ekki að mæta til starfa daginn eftir.

Skyldubólusetningin varðar um 2,7 milljónir starfsmanna og varðar einnig slökkviliðsmenn, starfsmenn sjúkrabíla og starfsmenn heimilishjálpar. Skv. yfirvöldum hafa um 90% látið bólusetja sig í heilbrigðisgeiranum og segir Les Echos, að það valdi áhyggjum, því að þá gæti þurft að útiloka 10% starfsstéttarinnar frá vinnu sinni.

Fremst eru það hjúkrunarkonur sem hafa tjáð vantraust til hversu örugg og árangursrík bóluefnin séu. Margir starfsmenn heilbrigðisstéttanna hafa mótmælt fyrir utan sjúkrahús á fleiri stöðum í landinu s.l. viku. Einnig var mótmælt fyrir utan heilbrigðisráðuneytið að sögn TheLocal.

Verða að fresta uppskurðum vegna skorts á svæfingarlæknum

Um 70% Frakka hafa fengið tvær sprautur af bóluefni gegn covid-19, sem krafist er til að vera talinn „fullbólusettur.” Olivier Véran heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt, að búast megi við að fólk þurfi að taka þriðju sprautuna að sögn LeParisien.

Heilbrigðisráðherrann segir að það hafi lítil sem engin áhrif á starfsemi sjúkrahús, þótt óbólusettir starfsmenn fái ekki að vinna. Samt koma tilkynningar eins og t.d. frá einu sjúkrahúsi í Montélimar í suður Frakklandi, að fresta verður 150 áætluðum skurðaðgerðum, þar sem svæfingalæknar fá ekki að mæta til vinnu.

Mótmælin gegn bólupassa Macrons halda áfram

Útvarp Saga hefur iðulega sagt fréttir af mótmælunum í Frakklandi gegn covid lokunum Macrons Frakklandsforseta og aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar sem sýnir sig í þvingunarbólusetningum og skyldu að ganga með sérstakan pólupassa til að geta notið sömu samfélagsþjónustu og aðrir. Eftir átök síðustu helgar virðast mótmælin hafa verið friðsamlegri þessa helgina sbr. myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila