Óbólusettum nemendum meinaður aðgangur að lýðháskóla í Svíþjóð

Bóluaðskilnaðarfárið er hafið í skólum Svíþjóðar og óbólusettum nemendum bannaður aðgangur að Litorina Lýðháskólanum í Blekinge. Bæði kennarar og nemendur, sem ekki vilja bólusetja sig verða reknir. Yfirvöld geta ekki sagt, hvort þetta sé brot á lögum um skólaskyldu, hvað þá mannréttindum. (Skskot sænska útv.)

Fyrstu skyltin: „Óbólusettum bannaður aðgangur“

Litorina Lýðháskóli í Blekinge, Svíþjóð innleiðir að fullu aðskilnaðarstefnu gagnvart nemendum. Búið er að hengja upp skylti við skólann, sem segja að óbólusettum er bannaður aðgangur. Agrita Martinsone rektor skólans segist vera stolt af því að hafa tekið upp covid-aðskilnaðarstefnuna.

Sífellt meira er þrengt að frelsi þeirra, sem vilja ekki taka þátt í bólusetningartilraunum lyfjarisanna og yfirvalda og taka sprautu með bóluefni, sem sagt er að gefa eigi vörn gegn covid en í sífellu er verið að breyta eftirá, hver virkni efnisins eru. Eru lokunaraðgerðir yfirvalda í mörgum löndum hart gagnrýndar, mótmæli aukast út um allt og margir líkja aðskilnaðarstefnunni við framkomuna gagnvart gyðingum í Þýskalandi á fjórða ártug síðustu aldar, svertingjum í Suður-Bandaríkjunu og í Suður-Afríku.

Verið er að innleiða skyldubólusetningar í vissum löndum og þeir sem neita að láta bólusetja sig rukkaðir um himinháar sektir eða hent í steininn. Í Svíþjóð fær aðskilnaðarstefnan fleiri fylgjendur og óbólusettum meinað í ríkara mæli aðkoma að ýmissi þjónustu. Rektor Agrita Martinsone segir að útilokun óbólusettra frá skólanum hafi gert gagn. Búið er að þagga niður alla gagnrýni með sérstökum samtölum við nemendur, sem þá hafa látið bólusetja sig eða hætt í skólanum. Hefur þá engu skipt, hvort nemendur sé frískur eða séu ónæmir eftir smit.

Agrita Martinsone segir í viðtali við sænska útvarpið að í byrjun munu vaktmenn verða fyrir utan skólann til að athuga pappíra og bólupassa allra þeirra sem koma til að ákveða, hverjum verður hleypt inn í skólann. Nemendur verða reknir úr skólanum kemst það upp, að þeir hafa sagt ósannindi og þótst vera bólusettir án þess að vera það.

Það sama gildir fyrir kennara og aðra starfsmenn skólans. Sá sem ekki lætur bólusetja sig fær ekki að starfa áfram við skólann.

Löglegt eða ekki – yfirvöld svara ekki

Óljóst er, hvort það sé byggt á lagalegum grundvelli og samrýmist skólaskyldu að neita óbólusettum nemendur frá því að koma í skólann. Fleiri skólar hafa innleitt eða ætla að innleiða sömu aðskilnaðarstefnu og Litorína lýðháskólinn en engin yfirvöld vilja svara spurningunni, hvort það sé löglegt.

Lögfræðingar menntamálaráðuneytisins segja, að það verði að rannsaka málið til þess, að hægt sé að gefa svör við þessum spurningum. Önnur yfirvöld að Lýðheilsunni meðtalinni benda á hverja aðra til að svara spurningunni um lögmæti útilokunar óbólusettra nemenda frá skólagöngu.

Faglegu félögin hafa sig ekkert frammi til að vernda rétt þeirra óbólusttu t.d. á vinnumarkaðinum. Aftur á mótu berjast þau fyrir einstaklinga, sem neitað er um vinnu hjá fyrirtæki, sem bara vill ráða óbólusetta.

Einungis bólusettir fá að læra til læknis

Önnur sænsk menntastofnun, sem rekur burtu óbólusetta námsmenn, er Læknaskólinn í Västerbotten, VFU. Ástæðan er sögð vera sú að það þurfi að vernda sjúklingana segir Læknablaðið.

Ákvörðunin, um að einungis bólusettir fái að vera í læknanámi, var tekin í síðustu viku af Brita Winsa forstöðumanni heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Magnus Hultin fyrrum forstöðumaður læknanáms í Umeå segir að ákvörðunin sé „eðlileg og tekin að vel athuguðu máli.“

Deila