Óeirðir í París: Erfitt fyrir Macron þegar ofbeldi brýst út á götum – mikil reiði yfir franska leiðtoganum

Til átaka kom í gær í París, Lyon og fleiri borgum í París á 1. maí. Eru aðgerðir ríkisstjórnar Macrons með lokunum vegna veirufaraldursins óvinsælar.

Til harðra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í París á alþjóðadegi verkalýðsins 1. maí í gær. Lenti lögreglumönnum og mótmælendum saman, þegar svartklæddir mótmælendur reyndu að brjótast í gegnum raðir lögreglusveita í hjarta borgarinnar. Fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna horfðust í augu við reiðan mannfjöldann en að undanförnu hafa yfirvöld Frakklands haft í fullu tré við að hafa hemil á ofbeldi á götum úti sem gengið hefur yfir Frakkland.

Myndbönd af átökunum í París sýna óeirðalögreglu sem neyðist til að hörfa til baka af mannfjöldanum og kasta hettuklæddir mótmælendur glerflöskum og öðru lausu að lögreglunni. Á 1. maí má jafnan sjá stærstu verkalýðsfélög í Frakklandi á götum úti og í ár beindust mómælin að Emmanuel Macron vegna allra lokana yfirvalda og einnig gegn nýjum öryggislögum sem Macron vill setja í Frakklandi.

Vatnsbyssum og táragasi beitt í Lyon

Lögreglan varð að hopa um hæl, þegar mannfjöldinn lagðist til atlögu gegn henni í Lyon.

Svipuð átök voru einnig í borginni Lyon þar sem mikill fjöldi verkalýðsfélaga reyndu að ganga um borgina. Upptökur frá Lyon sýna glundroða á götum úti, þegar óeirðalögreglan reyndi ítrekað að stöðva kröfugönguna með táragasi og kylfum. Var vatnsbyssum og táragasi einnig beitt til að reyna að koma á reglu í borginni.

Átökin 1. maí koma samtímis og Macron stendur frammi fyrir opinni gagnrýni og andstöðu forystumanna franska hersins. Eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá, þá skrifuðu 20 franskir hershöfðingjar á eftirlaunum ásamt 1000 hermönnum bréf til Emmanuel Macron Frakklandsforseta þar sem sagt var, að „íslamismi“ ógnaði borgarastyrjöld í Frakklandi. Vöruðu herforingjarnir við að herinn yrði að grípa í taumana til að ástandið færi ekki úr böndunum nema að stjórnmálamenn leystu vandann.

58% Frakka styðja gagnrýni hershöfðingjana – 49% segjast styðja inngrip hersins ef þörf krefur

Samkvæmt LCI þá styðja 58% Frakka gagnrýni herforingjanna á ríkisstjórn Frakklands og Macron Frakklandsforseta. 49% styðja vopnuð ítök hersins til að stilla til friðar í landinu ef þörf krefur. Í bréfi hershöfðingjanna kenna þeir Frakklandsforseta um að hafa aukið spennuna með því að skipa lögreglunni að berja á gulvestingum. Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, hefur harðlega fordæmt bréfið og sakar herinn um að brjóta stjórnarskrárbundið hlutleysi sitt. Segir hún, að meginreglur hersins um „hlutleysi í stjórnmálum og tryggð við yfirvöld“ hafi verið brotnar með aðvörun herforingjanna. „Ég bað starfsmannastjóra hersins að beita þá refsiaðgerðum, em starfa í hernum og skrifuðu undir bréfið“ sagði varnarmálaráðherrann.

Marine Le Pen, keppinautur Macrons í komandi forsetakosningum í Frakklandi, lýsti yfir stuðningi sínum við herforingjana og hefur boðið þeim sem sendu bréfið að „taka þátt í aðgerðum okkar og taka þátt í baráttunni sem er að hefjast og er umfram allt baráttan um Frakkland.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila