Óeirðir og uppþot en stuðningsmenn Trumps fullir af sameiningarkrafti

Stuðningsmenn Trump sýna sameiningu í stað sundrungar (sjá myndband að neðan).

Bandaríski hugsuðurinn hefur birt nokkur myndbönd frá stuðningsmönnum Trumps sem geisla af húmor, gleði og sameiningarkrafti. Ber hugsuðurinn saman kraft Repúblikana við það sem honum finnst vera litlaus og máttlaus áróður Demókrata og segir hann demókratíska vini sína varla finna neitt á netinu sem er við hæfi að deila.

Að neðan eru nokkur myndbönd, það fyrsta til að minna forsetaframbjóðandann Joe Biden og stuðningsmenn hans að Antifa og Black Lives Matter framkvæma óeirðir, spjöll og skemmdarverk en Biden hefur talið upp lögregluofbeldi, ofbeldi öfgasinna og hægri hermanna án þess að minnast á eða gagnrýna marxísku hreyfingarnar Antifa og BLM.

Nancy Pelosi ásakar hárgreiðslukonu fyrir að hafa „leitt sig í gildru” þegar spurðist út að hún bar enga andlitsgrímu við heimsóknina.

Sem svar við ofbeldisárás nýlega á stuðningsgöngu fyrir Trump gerði tónlistarmaðurinn og dansarinn Ricky Rebel söng til stuðnings Trump við þekkt lag Village People YMCA og sýnir hvernig „ólæti” eiga að vera. Ricky er samkynhneigður og lítur á sig sem trans aktívista og styður Trump af öllu hjarta. Skilaboð söngsins til ungra reiðra manna er að yfirgefa hatrið og sameinast með þeim sem vilja byggja saman Ameríku „Við erum mannfólk og skiljumst ekki að…við erum öll í sama báti.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila