„Allir hata lögregluna” – óeirðir í Stokkhólmi í gær

Til óeirða kom í Stokkhólmi í gærkvöldi, þegar lögreglan þurfti að leysa upp mótmæli til stuðnings „Black lives matter” gegn rasisma og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu fengið leyfi til samkomuhalds að hámarki 50 manns á Sergel torgi með loforði um að halda lágmarksfjarlægð milli fundargesta vegna kórónufaraldurs en sviku loforðið.

Hundruðir mótmælenda um þúsund að sögn sænska sjónvarpsins og mögulega þúsundir að sögn Aftonbladet, lentu í útistöðum við lögregluna sem kom á vettvang til að leysa upp mótmælin. Flykktust fundargestir í hópum í miðborg Stokkhólms og barst leikurinn m.a. inn á lestarstöðina og fyrir utan konungshöllina í Gamla bænum. Til beinna átaka kom á lestarstöðinni og lögreglan handtók einhverja og beitti m.a. piparúða eins og sést í myndbandinu hér að neðan.


Mótmælendur sögðust „skíta í ráðandi kórónuástand og reglur” og hrópuðu „allir í Svíþjóð hata lögregluna”. Talsmenn lögreglunnar sögðu að þeir geti ekki fyrirfram séð hvort leyfð mótmæli 50 manns þar sem lofað er að fylgja reglum um fjarlægð á milli fundarmanna verði brotin. Þegar ljóst var að miklu fleiri komu á fundinn og öll loforð brotin greip lögreglan í taumana og leysti upp mótmælin. Ástandið tók að róast þegar nálgast fór miðnætti.

Róstursamt var á götum Stokkhólms í gær
Mikill fjöldi safnaðist saman eins og sjá má á þessari mynd

Björn Olssen prófessor og smitsjúkdómalæknir gagnrýnir að fundarhöld hafi verið leyfð.

„Eru þeir tómir í höfðinu? Þeir hljóta að hafa skilið að 50 manns verða fljótlega að þúsund. Þeir hljóta að skilja hvað þeir hafa sett í gang. Það er mikilivægt að mótmæla en við erum í sérstakri stöðu, við tölum um lífræðilega undantekningu, við erum mitt upp í heimsfaraldri og þetta mun fá afleiðingar. Það eru mörg ungmenni þarna og þau verða örugglega ekki svo mikið fyrir barðinu á veirunni, en þegar þau skiljast að og fara heim, þá taka þau mögulega með sér smit. Þetta er á móti allri skynsemi, hversu mikilvægt það getur nú verið að mótmæla. Hvað þessi mótmæli þýða fyrir dreifingu smits fáum við fyrst að vita eftir nokkrar vikur en smitdreifing mun halda áfram. Ef Anders Tegnell hefur vitað af þessu og ekki sagt neitt, þá hefur hann gerst sekur um gróf embættisafglöp. Allt er svo slappthent, það hefði átt að segja „þetta fáið þið ekki að gera” en við þorum aldrei að segja neitt í þessu landi. All verður að undanrennu”.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila