Óeirðirnar í Bandaríkjunum ekki hægt að rekja eingöngu til dauða George Floyd

Gunnlaugur Snær Ólafsson alþjóðastjórnmálafræðingur

Það er ekki hægt að rekja alla þá óreiðu og óeirðirnar í Bandaríkjunum við dauða blökkumannsins George Floyd sem eins og kunnugt er lést í haldi lögreglu, heldur eru það einnig aðrar ástæður sem liggja þar að baki. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Snæs Ólafssonar alþjóðastjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnlaugur bendir á að glæpahópar nýti sér iðulega aðstæður sem þessar til þess að stunda afbrot og valda uppþotum, svo sé málið einnig stjórnmálalegs eðlis, og hafi margir kennt Donald Trump það ofbeldi sem sumir lögreglumenn hafi sýnt af sér í starfi

það er ekki hægt að setja þetta á Trump, að minnsta kosti þætti mér tíðindum sæta að forseta tækist á einungis fjórum árum að uppræta lögregluofbeldi„.

Þá bendir Gunnlaugur á að það séu ekki einungis andstæðingar Trump sem séu að mótmæla lögregluofbeldi

það eru fjölmargir stuðningsmanna Trump einnig mjög ósáttir við lögregluna og þetta ofbeldi svo þetta er auðvitað mjög flókið samspil margra hópa og annara sem sjá sér leik á borði„.

Þá sé það þannig að Donald Trump sé kennt um ýmislegt sem þegar betur er að gáð sé óverðskuldað, til að mynda harðnandi samskipti Bandaríkjanna og Kína

menn hafa nú spáð í áratug spáð þessum harðnandi samskiptum og frá sjónarhóli alþjóðastjórnmála þá kannski sýnir þetta að þeir sem kenna honum um þetta hafi ekki forsendur til að skilja um hvað þetta snýst„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila