Of lítið gert til þess að stöðva þá sem koma sér hjá því að greiða skatta af auðlindum

Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri.

Það er alltof lítið gert til þess að koma í veg fyrir að menn nýti sér glufur í lögum í þeim tilgangi að komast hjá því að greiða skatta af auðlindum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Indriða H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Kolfinnu Baldvinsdóttur.

Hann segir til þess að bæta gráu ofan á svart virðist engin sammála hvernig best sé að verðleggja það sem á að greiða fyrir afnot af auðlindum og að hans mati sé það sem menn greiði fyrir afnotin í dag alltof lítið.

Í þættinum sagði Indriði að aðal vandinn væri í raun ekki sá hvernig úthlutun auðlinda færi fram heldur væri það stórt vandamál að það skuli ekki vera tekið fullt gjald af afnotum fyrir auðindir, til dæmis fiskveiðiauðlindina og lítið gangi að komast að einhverri skynsamri niðurstöðu um málið sem þjóðin getur sæst á.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila