Ofbeldi, íkveikjur og skemmdarverk í Svíþjóð um helgina

Lítið lát virðist vera skemmdarverkum og ofbeldi í Svíþjóð en eins og kunnugt er hafa landsmenn haft vaxandi áhyggjur af þróun mála, enda séu skemmdarverk, glæpir og ofbeldi daglegt brauð þar í landi.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi um þá atburði sem komið hafa á borð sænsku lögreglunnar síðustu daga en lögreglan hefur ítrekað bent á að hún sé hætt að ráða við ástandið.

Lögreglan í Malmö fékk til að mynda tilkynningu um helgina þar sem tilkynnt var um bílabruna en kveikt hafði verið í talsverðum fjölda bíla. Lögreglan segir að 6 bílar hafi gereyðilagst í brunandum og eru skemmdir á öðrum. Þá eru ótaldar allar aðrar tilkynningar sem varða skemmdarverk og ofbeldi.

Alls hafa frá því í mars tuttugu og sex bifreiðar eyðilagst í slíkum bílabrennum sem oftar en ekki eru kveiktar af hópum fólks sem vilji valda usla í sænsku samfélagi.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila