Öfgafullt íslamskt hryðjuverk – ÍSIS hryðjuverkamaður að baki skotárásinni í Osló

Lögreglan í Noregi skilgreinir morðárásina á London Pub sem „öfgafullt íslamskt hryðjuverk“ eftir að í ljós kom, að ódæðismaðurinn er stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna ÍSIS. Zaniar Matapour frá Íran er innflytjandi í Noregi og hafði fengið norskt ríkisfang. Lögreglan hefur núna hækkað viðbúnaðarstig við hryðjuverkum.

Árásin skilgreind sem íslamskt hryðjuverk – viðbúnaður aukinn

Aðfaranótt laugardags varð Noregur fyrir hryðjuverkaárás, þegar hinn 42 ára gamli Zaniar Matapour frá Íran hrópaði „Allahu akbar“ og hóf skothríð á bar samkynhneigðra í Ósló. Tveir voru skotnir til bana og 21 særðist. Síðdegis á laugardag kom í ljós að hryðjuverkamaðurinn styður heilagastríðsmenn ÍSIS.

Lögreglan í Ósló hefur lýst því yfir að myrtu fórnarlömbin séu tveir menn á fimmtugs- og sextugsaldri. Ennfremur fann lögreglan skammbyssu og sjálfvirkt vopn á vettvangi.

Síðdegis á laugardag tilkynnti norska öryggisþjónustan PST, að hún líti svo á að skotárásin sé „öfgafullt íslamskt hryðjuverk“ og jók stig viðbragðsstöðu gegn hryðjuverkum.

Frá árinu 2015 hefur PST vitað af tengslum Zaniar Matapour við hin öfgaofbeldissinnuðu íslömsku hreyfingu. Á blaðamannafundi sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að Matapour ætti sér langa sögu ofbeldis og hótana. Berg sagði einnig, að hryðjuverkamaðurinn hafi samúð með hryðjuverkasamtökum ISIS í Írak og Sýrlandi, segir í frétt VG.

Berg sagði á blaðamannafundi:Berg segir PST ekki hafa fengið vísbendingar um, að þeir ættu að hafa áhyggjur af Matapour. Þess í stað leggur Berg áherslu á að Matapour hafi vandamál með geðheilsuna:

„Hann á sér langa sögu ofbeldis og hótana. PST hefur þekkt til gerandans síðan 2015 og hefur haft áhyggjur af því, að hann hafi orðið róttækur í ofbeldissinnuðu íslömsku tengslaneti.“

„Hann á sér langa sögu ofbeldis og hótana. PST hefur þekkt til gerandans síðan 2015 og hefur haft áhyggjur af því, að hann hafi orðið róttækur í ofbeldissinnuðu íslömsku tengslaneti.“

„Við höfum ekki litið á hann, sem einn af þeim sem við þurfum að hafa mestar áhyggjur af, við höfum ekki verið með neinar aðgerðir varðandi hann.“

Matapour hefur áður verið dæmdur fyrir brot á hnífalögum, líkamsárásir og fíkniefnaafbrot.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila