Ögmundur heimsækir mótmælanda á fangelsissjúkrahús í Ísrael

ogmund843Ögmundur Jónasson alþingismaður og fyrrum ráðherra er kominn til Ramallah í þingmannanefnd á vegum Samidoun, samstöðunets fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Tilefnið er örlög Bilal Kayed, ungs manns sem er hætt kominn á 62. degi í mótmeltasvelti þar sem hann er hlekkjaður á höndum og fótum í ísraelsku fangelsissjúkrahúsi. Bilal var einn margra sem fangelsaður var í Intifada, uppreisninni gegn hernáminu árið 2001 og dæmdur í 14 og hálfs árs fangelsi. Hann hafði setið þann dóm af sér og fjölskyldan beið hans þegar yfirvöld framlengdu fangelsun án frekari réttarhalda og Bilal er hafður í varðhaldi nú án dóms og laga. Þá hóf Bilal mótmælasvelti. Hann hafði verið kjörinn til forystu í samtökum fanga og áður tekið þátt í andspyrnu PFLP, Alþýðufylkingarinnar fyrir frelsun Palestínu. Ögmundur og þingmannanefndin munu kynna sér mál Bilals og annarra pólitískra fanga í ísraelskum fangelsum, sem skipta þúsundum, þar á meðal börn. Ögmundur kom til Palestínu í dag og er væntalegur heim á miðvikudag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila