Vantar vinstri togkraftinn í stjórnmálin

Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra

Það vantar vinstri togkraftinn inn í stjórnmálin og þeir flokkar sem kennt hafa sig til vinstri hafa villst af leið, standa ekki við upphaflega stefnu og eru þar af leiðandi ekki það afl sem þeir ættu að vera. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríksráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ögmundur segir Samfylkinguna vera gott dæmi um flokk sem ekki sé sami flokkur og lagt var upphaflega með

þeir lögðu áherslu á að taka á sjávarútvegsmálunum, kvótakerfinu og hvar er þessi flokkur í dag, hann hefur ekki verið með neina sérstaka áherslu á þessi mál í dag“.

Þá ræddi Ögmundur um jarðakaup ríkra útlendinga og lagði Ögmundur áherslu á að mikilvægt væri að taka á þeim málum af festu, t,d gæta þess að auðlindir sem teljist til náttúruauðlinda eins og til dæmis veiðiréttur verði ekki seldur úr landi

þar þarf að gæta verulega að því þetta eru jú náttúruauðlindir“,segir Ögmundur. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila