Ógn við lýðræðið að fiskveiðiauðlindin sé á fárra höndum

Gunnar Smári Egilsson

Það gengur ekki að einn aðili sé með um 17 prósent af fiskveiðiaulind landsins, það veldur því að mikill auður dreifist á fárra manna hendur og er ógn við lýðræðið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar fjölmiðlamanns í þættinum Fréttir vikunnar í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnar segir að einn af vandanum sé að kvótagreifunum sé leyft að komast upp með framferði sitt

„á bak við tjöldin leyfum við aðilum eins og Samherja, Brim og SFS sem rekur áróður fyrir sex kvótafjölskyldur að komast upp með þetta, og þar eru önnur sjávarútvegsfyrirtæki ekki undanskilin, ef þú ert til dæmis Vísir í Grindavík þá bara gerirðu bara eins og Samherji vill, svona hefur þetta gengið“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila