Ögrun Bandaríkjanna við Kína: „Það brjálæðislegasta sem gerst hefur á okkar tímum“

„Ögrun“ Bandaríkjanna gegn Kína er fáránleg og alls ekki skiljanleg. Þetta segir Tucker Carlson hjá Fox News í nýjum þætti. Hann er nánast orðlaus.

Hvað eru Bandaríkin eiginlega að gera í Taívan?

Hvað eru Bandaríkjamenn eiginlega að gera í Taívan? Eru þeir að reyna að færa áhersluna frá misheppnuðum tilraunum NATO að skikka til Rússa í Úkraínu?

Tucker Carlson segir í viðtali við herforingjann Douglas Macgregor, að „ákvörðunin um að senda Nancy Pelosi, þriðja æðsta stjórnmálamann Bandaríkjanna, til Taívan er með því brjálaðasta sem hefur gerst í marga áratugi, á allri lífsleið minni“:

„Stjórn Biden er að þvinga fram stríð við Kína. Það er gjörsamlega óskiljanlegt. Það verður aðeins skiljanlegt ef Biden-stjórnin er vísvitandi að reyna að veikja og eyðileggja Bandaríkin. Það er engin önnur rökrétt skýring til. Það sem nú er að gerast með Kína minnir mjög á það sem gerðist í Úkraínu. Þetta er brjálæði. Þetta er algerlega versti mögulegi tíminn og vitlausasti tíminn til að senda 82 ára gamlan narsissista til Taívan. Bandaríkin hafa aldrei verið jafn illa undirbúin fyrir stríð.“

Eitt undarlegasta augnablikið í undarlegustu forsetatíð í sögu Bandaríkjanna

Að sögn Carlson er ögrandi ferð Pelosi til Taívan, sem Kína lítur ekki aðeins á sem ögrun heldur sem árás á fullveldi sitt „eitt undarlegasta augnablikið í undarlegustu forsetatíð í sögu Bandaríkjanna.“ Douglas Macgregor segir:

„Þetta er líklega kærulausasta og ábyrgðarlausasta stjórnsýsla í manna minnum. Enginn er hæfur sem stjórnmálamaður. Stjórnarmennska þýðir að efla bandaríska hagsmuni með sem minnstum kostnaði fyrir bandarísku þjóðina. Ekkert af því er til staðar hér. Við erum að fást við fyrirsætuhóp. Fólk sem stillir sér upp og það er engin stjórnmálamennska.“

„Bandaríska þjóðin þarf að skilja það, sem enginn hefur nennt að segja þeim. Í seinni heimsstyrjöldinni var Taívan ósökkvanlegt flugmóðurskip fyrir her Japans. Allar meiriháttar innrásir í Kína voru gerðar frá Taívan. Peking mun ekki leyfa Taívan að verða herríki bandarískra eða japanskra herafla eða nokkurs annars erlends ríkis.“

Ekki hægt að sigra Kína í stríði

Að sögn Douglas Macgregor gætu ögrunin leitt til stríðs við Kína og hann leggur áherslu á, að í því tilviki væri það stríð sem Bandaríkin myndu ekki vinna. Kína lítur á Taívan sem hluta af landi sínu og mun aldrei samþykkja afskipti Bandaríkjanna. Kína segist vilja sjá friðsamlega sameiningu við Taívan með tímanum. En aðgerðir Bandaríkjanna geta breytt þessu. Íhlutun Bandaríkjanna gæti án efa leitt til beinna átaka við Kína og það er stríð sem Bandaríkin geta ekki unnið, að sögn Macgregor.

„Bandaríkin skortir skipulagslega innviði og mun verða eytt af Kína. Að berjast við Kína er eins og skip sem reynir að sigra virki. Það er ekki hægt. Það verður að berjast gegn Kína frá hafinu en Kína hefur getu til að „gleypa allt“ sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða. Þannig að Kína þarf bara að halla sér aftur, láta bandaríska herinn ferðast þúsundir kílómetra – og sökkva honum síðan.“

Svipaðar ögranir og við Rússa í Úkraínu og allir vita hvernig það fór

Það sem nú er að gerast milli Kína, Taívan og Bandaríkjanna minnir á það sem gerðist á milli Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna segir Douglas Macgregor:

„Biden-stjórnin og forverar hennar fyrirlíta allt, sem rússnesk stjórnvöld hafa sagt undanfarin 15 ár varðandi Úkraínu. Nú er það ferli endurtekið. Við sjáum hversu vel það hefur virkað í Úkraínu. Rússar töluðu í alvöru allan tímann. Hundruð þúsunda mannslífa hafa glatast í Úkraínustríðinu, sem við hefðum átt að bregðast skjótt við til að stöðva strax. Og núna erum við að ögra Kína vegna máls, sem hefur a.m.k. jafn mikla hernaðarlega þýðingu fyrir þá.“

Deila