Óhemju álag á venjulegum Svíum vegna stríðsátaka glæpahópa og kórónufaraldurs

Miðað við allt vaxandi ofbeldi í Svíþjóð er frekar að líkja innanlandsástandinu við stríð en frið. Til að mynda hafa 23 skotárásir og 11 sprengjuódæði verið framin víða um landið 1. – 24. okt. Ofbeldið er orðið slíkt að daglega berast fréttir um útrýmingu íbúða, hverfa, lokunar járnbrautastöðva og stöðvun lesta vegna sprengjuhótana og ótta við sprengjuódæði. Við bætast allar nauðganir, hnífaárásir og rán og samanlagt setttur þetta gífurlegt álag á Svía ofan á kórónuveiruna sem Svíar þurfa eins og aðrir að glíma við. Ekki bætir úr skák þegar glæpahópar setja upp vegartálma fyrir eigið eftirlit og útgöngubann að kvöld- og næturlagi. Það er sorgleg staðreynd að lögreglan í Rinkeby verður að biðja íbúa Hjulsta að fylgja útgöngubanni glæpahópsins til að komast hjá limlestingum.

Hnullung sem kastað var af göngubrú og fór gegnum þaklúgu bílsins (mynd lögreglan í Rinkeby).

Beinar árásir á lögregluna færast í vöxt t.d. eins og með steinakasti allt að 6 kg steinum frá göngubrúm á bíla sem líkjast óauðkennismerktum lögreglubílum. Eitt slíkt dæmi frá Hjulsta í Norður Stokkhólmi sýnir stein sem fór gegnum þaklúgu bifreiðar og hefði drepið bílstjórann hefði steinninn hitt hann í staðinn fyrir að geiga með 30 cm. Í þetta sinn komst bílstjórinn undan en lögreglan telur að steininum hafi verið beint gegn sér.

Aftonbladet greinir frá því, að lögreglumaðurinn Adam sem ekki vildi gefa upp eftirnafn sitt, hefði sagt í sjónvarpsþættinum Efterlyst að: „Bíllinn sem varð fyrir steinaárásinni líkist mjög ómerktum lögreglubíl. Ég og starfsfélagarnir lítum alltaf upp, þegar við keyrum undir göngubrýr. Við teljum þetta vera tilraunir til grófrar misþyrmingar en gæti alveg eins verið morðtilræði.“

Deila