Ökuníðingi veitt eftirför

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti í morgun ökuníðingi eftirför eftir að hann virti stöðvunarmerki lögreglu að vettugi. Ökumaðurinn ók Reykjanesbraut til norðurs uns för hans var stöðvuð á móts við Stekkjarbakka.

Mikil mildi þykir að ekki hafi hlotist stórslys af háttarlagi mannsins en 3 bifreiðar skemmdust við eftirförina en fram kemur að bifreiðinni hafi verið ekið mjög langt yfir hámarkshraða. Þegar lögregla hafði stöðvað mannin var hann umsvifalaust handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila