Ólafur F. Magnússon sendir frá sér sumarsmell

Óafur F. Magnússon tónlistarmaður og læknir.

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri, sem getið hefur af sér gott orð á sviði tónsmíða hefur sent frá sér sumarsmell sem nefnist Staldraðu við en hann er nú þegar  farinn að vekja mikla athygli.

Ólafur samdi lagið ásamt Vilhjálmi Guðjónsyni en textann samdi Ólafur. Ólafur sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag ræddi þar lífið og listina og leyfði hlustendum að sjálfsögðu að heyra nýja lagið sem ber með sér boðskap kærleika, en kærleikurinn hefur jafnan verið í forgrunni í fyrri textum Ólafs.

Ólafur sagði í þættinum að hann væri afar þakklátur fyrir það samstarf sem hann hefur átt með Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur, Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Þórðarsyni sem hafa komið að lögum Ólafs og er óhætt að segja að útkoma samstarfsins skili sér alla leið.


Fer nýjar leiðir í listinni


Þessa dagana er Ólafur sem er afkastamikill textasmiður að fara nýjar leiðir á vegi listagyðjunnar og hyggur á útgáfu ljóðabókar

hún er tilbúin til prentunar, ég hef sett ljóðin mín eitt og eitt á Facebook þegar þau verða til og þá týnast þau ekki og ég get tekið þau og lagað þau til ef þarf seinna“,segir Ólafur.

Hlusta má á nýja lagið hans hér að neðan og viðtalið við Ólaf er í spilaranum neðan við myndbandið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila