Vinnur með efni úr smiðju forfeðranna

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverani borgarstjóri.

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður, og fyrrverandi borgarstjóri hefur undanfarin ár haslað sér völl í tónlistinni bæði með því að semja lög og texta sem þykja vel meitlaðir og fallegir.

Ólafur sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag segir að þó hann smíði flesta texta við lög sín sjálfur stundum í smiðju forfeðra sinna, til dæmis til langafa síns sem samdi ljóð fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum snemma á síðustu öld.

Þá segir Ólafur að eitt laga hans sem ber heitið Ferðabæn sé einmitt samið í kringum ljóð ömmu hans og segir Ólafur að honum þyki afar vænt um ljóðið

ég tek það í raun hvert sem er með mér, til dæmis þegar ég er að ferðast, það verndar mig á ferðalögum mínum“,segir Ólafur.

Ólafur hefur verið iðinn við að setja það efni sem hann hefur samið inn á Youtube en sjá má efnið með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila