Öldungadeild Missouri samþykkir lög um heiðarleika í kosningum – bannar atkvæðakassa, söfnun kjörseðla og „Zuckerdollara“ – krefst myndaskilríkja til að fá að kjósa

Myndin sýnir þinghús Missouris fylkis í Bandaríkjunum en þar hafa ný kosningalög tekið gildi sem koma eiga í veg fyrir stórtækt kosningasvindl eins og átti sér stað í síðustu kosningum.

Öruggara kosningakerfi ryður sér braut í Bandaríkjunum eftir svindl demókrata í kosningunum 2020

Dr Bob Onder öldungar-deildarþingmaður Missouri

Öldungadeild Missouri samþykkti á mánudag umfangsmikið frumvarp um heiðarleika kosninga.

Í nýju lögunum er gerð krafa um skilríki með mynd til að fá að kjósa.

Öldungadeildarþingmaðurinn Dr. Bob Onder tilkynnti á Facebook að nýju kosningalögin banna lausa atkvæðakassa, söfnun kjörseðla og Zuckerdollara (peninga frá ríkum einstaklingum, sem geta haft áhrif á kosningarnar).

Frumvarp HB1878 var samþykkt fyrr í vikunni af öldungadeild Missouri fylkis.

Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Onder greindi frá þessu nýlega á Facebook.

Frumtexta frumvarpsins má sjá á ensku hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila