Öldurhúsum og skemmtistöðum lokað í fjóra daga

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur Þórólfs Guðnasonar um lokun kráa og skemmtistaða og verða þeir lokaðir í fjóra sólarhringa. Ákvörðun ráðherra ekur gildi strax í dag og verða því staðirnir lokaðir yfir helgina.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu vegna málsins segir að lokunin nái til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnes. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum sé áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila