Greta Thunberg segir olíuframleiðslu Noregs og Kanada „ógna réttindum barna“

Bloomberg greinir frá því að lofslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg og 15 aðrir aðgerðarsinnar krefjast þess „að Noregur og Kanada hætti allri olíuframleiðslu þar sem slík framleiðsla ógni réttindum barna hvar sem er í heiminum“.

Í bréfi til forsætisráðherra Noregs og Kanada segjast aðgerðarsinnarnir vera leiðtogar alþjóðlegrar hreyfingar gegn loftslagsvá á jörðunni og hafa sér till fulltingis löfgfræðistofuna Hausfeld LLP sem bendir á réttindi barna skv. skilmálum Sameinuðu þjóðanna. Í bréfinu til Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs segir:

„Noregur verður að sýna börnum ábyrgð hvar sem er og sýna að stór útflutningsframleiðindi jarðefniseldneytis geti hætt við slíka mengun og vísað veginn fyrir aðra sem háðir eru jarðefniseldsneyti.“

Noregur er stærsti olíuframleiðandi Vestur-Evrópu og nýlega uppgötvaðist nýtt stórt olíusvæði í Norðursjó sem kallast Johan Sverdrup og talið er að geti gefið af sér olíu næstu 50 árin nema að loftslagssinnum takist að stöðva þá vinnslu. Kanada ræður yfir þriðju stærstu olíuauðlindum heims og framleiddi meira ár 2018 en Írak sem er næst stærsti olíuframleiðandi OPEC.

Nýlega skrifaði Greta Thunberg grein í Project Syndicate (sem er fjármagnað af Open Society í eigu George Soros) og fullyrðir í greininni að „Loftslagsváin fjallar ekki bara um umhverfið. Það ríkir kreppa í mannréttinda- og réttlætismálum og varðandi stjórnmálaviljann, sem sköpuð hefur verið af kúgunarkerfi nýlenduvelda og rasískri karlmannskúgun. Þetta þurfum allt að rífa niður“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila