Öll atkvæði endurtalin samkvæmt venju í Svíþjóð – getur haft áhrif á að sum vafaatkvæði teljast gild

Samkvæmt kosningareglum í Svíþjóð, þá fer fyrsta talning fram strax eftir lokun kjörstaða í sveitarfélögum. Síðan taka lénsstjórnir við og þá eru öll atkvæði talin aftur af starfsmönnum, svo yfirkjörstjórn sé fullkomlega örugg á að útkoman sé lögmæt. Helst eru það atkvæði, sem við fyrstu atkvæði eru talin ógild, sem breytast lítillega við síðari talningu. Er þá skorið úr um öll vafaatkvæði endanlega (mynd frá endurtalningarstöð í Nacka í Stokkhólmi sksk svt).

Ólýsanleg spenna á síðustu metrum talningu atkvæða í Svíþjóð

Óhætt má segja að spennan er ólýsanleg í Svíþjóð varðandi endanlega útkomu kosninganna. Verið er að telja öll atkvæðin upp á nýtt eftir að hafa áður verið talin í sveitarfélögunum. Er þetta samkvæmt venju svo kjörstjórn sé fullviss um að fyrsta talning haldi. Helstu breytingar verða yfirleitt á sumum atkvæðum, sem áður voru talin ógild og eru vafaatkvæði, að kjörstjórn dæmir þau gild. Í ár var í fyrstu talningu um 90 þúsund ógild atkvæði, þannig að ef síðari talning breytir því verulega getur það haft áhrif á kosningaútkomuna.

Á morgun miðvikudag verða síðan öll utanlandsatkvæðin talin og þá mun trúlega endanleg niðurstaða kosninganna verða ljós. Vegna þess hversu ótrúlega mjótt er á muninum milli hægri og vinstri blokkarinnar velja því flestir að að bíða með stórar yfirlýsingar, þar til rétt niðurstaða er fengin. Margir viðmælendur sænska sjónvarpsins telja hins vegar að þó einhver munur komi fram við eftirtalningu atkvæða og talningu utanlandsatkvæða, þá muni sá munur ekki breyta stóru myndinni sem núna liggur fyrir, þ.e.a.s. að hægri blokkin haldi velli. En það fáum við sem sagt að vita á morgun.

Fyrir Stokkhólms lén fer lénsstjórnin og hún sér um framkvæmd endurtalningu á öllum atkvæðum í Stokkhólmi. Michael Frejd endurtalningarstjóri lénsstjórnarinnar segir endurtalninguna mikilvæga. Hann segir í viðtali við SVT:

„Þetta er eitt af mikilvægustu störfum okkar og við kíkjum sérstaklega á alla seðla, þar sem fólk hefur krossað við frambjóðendur, því slíkir seðlar eru ekki athugaðir í fyrstu talningu.“

Hans Lind hjá kjörstjórn í Stokkhólms léni segir í viðtali við SVT:

„Við höfum eina viku á okkur að endurtelja öll atkvæðin og vonumst til þess að verkinu verði lokið fyrir föstudag.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila