Öllum innlögnum á Vog frestað vegna Covid smits

Öllum innlögnum á Vog hefur verið frestað að minnsta kosti til fimmtudags eftir að smit greindist á innlagnardeild. Smit greindist fyrst hjá sjúklingi síðastliðinn laugardag og voru þá 17 sjúklingar og þrir starfsmenn settir í sóttkví.

Í gær greindist svo starfsmaður á Vogi með veiruna og var hann settur í einangrun og annar starfsmaður í sóttkví. Í tilknningu frá Vogi kemur fram að í ljósi stöðunnar verði allir sjúklingar og starfsmenn sendir í sýnatöku og þar til niðurstöður liggja fyrir verða ekki fleiri sjúklingar lagðir inn en vonast er til að ekki þurfi að fresta innlögnum lengur en til fimmtudags.

Þá kemur fram í tilkynningunni að starfsmenn á vogi vinni náið með rakningateymi að úrvinnslu málsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila