Öngþveiti í París á afmæli Gulu vestanna

Ár er liðið frá því að Gulu vestin hófu mótmæli sín í Frakklandi

Um helgina var eitt ár liðið frá upphafi mótmæla Gulu vestanna í Frakklandi. Þau hófust sem mótmæli gegn háu bensínverði og sköttum en hafa sífellt meira beinst gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta og stefnu hans.


Gulu vestin boðuðu til 200 mótmæla víða í Frakklandi um helgina og laugardaginn 16. nóvember ríkti algert öngþveiti í París, þegar lögregla og mótmælendur skullu saman.

Lögreglan hafði gríðarlegan viðbúnað og skaut miskunnarlaust gúmmíkúlum og beitti táragasi og vatnsbyssum. Á annað hundrað mótmælendur voru handteknir laugardag og á myndum má sjá marga sem hafa særst og liggja á götum.


Samstaða hefur myndast meðal Frakka sem fá ekki endana til að ná saman fjárhagslega og setja þeir einnig fram kröfur um virkara lýðræði með beinni aðkomu fólks í Frakklandi.

Finnst mörgum – aðallega ellilífeyrisþegum sem að kjör þeirra hafi versnað verulega.


Hefðbundnir fjölmiðlar haf enn sem komið er lítið sagt frá mótmælunum en RT sendir út fréttir í rauntíma sem sjá má með því að smella hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila