Orbán um Vestur-Evrópu: „Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta”

Forsætisráðherra Ungverjalands er ekki yfir sig hrifinn af þjóðfélagsþróuninni í Vestur-Evrópu

Forsætisráðherra Ungverjalands Victor Orbán segir í viðtali við Kossuth Radio s.l. föstudag að hann viti ekki lengur hvort hann eigi að hlæja eða gráta þegar hann líti til Vestur Evrópu og þeirra landa sem eru að reyna að kenna honum, hvernig eigi að stjórna þjóðfélaginu. Nokkur lönd, þar á meðal Ísland, fordæmdu Ungverja og neyðarlög þeirra vegna kórónufaraldursins sem „einræðislöggjöf”. Í samanburði við t.d. Svíþjóð hefur Ungverjaland bjargað þúsundum mannslífa og er með 540 dána á meðan yfir 5 þúsund Svíar hafa látist.


Orbán bendir á að á tíma sósíalismans hafi hugtakið „Vestur” haft jákvæða merkingu og hlegið var að níðmynd Sovétríkjanna af Vestur Evrópu. „En núna deyr fólk vegna skorts á heilbrigðisþjónustu í Vestur-Evrópu og bjarga verður fjármálakerfum frá gjaldþroti á sama tíma og flóðbylgja ofbeldisverka glæpahópa skellur á löndunum og sögulegar styttur eru rifnar niður”.
„Ég horfi á þessi lönd, sem halda áfram að kenna okkur að lifa á hárréttan máta, hvernig á að stjórna landi og stunda lýðræði, – ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta”.


Orbán segir að dómur ESB-dómstólsins sem dæmt hefur ólöglegt af Ungverjalandi að setja lög sem banna fjármagn frá erlendum aðilum eins og Soros til að byggja upp marxískar áróðursstöðvar innanlands sé tilraun til að þvinga skoðunum ákveðinna valdahópa á Ungverja „nokkurs konar frjálslyndri heimsvaldastefnu”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila