Orbán: Verðum að berjast gegn bókstafstrúargræningjum og leysa orkukreppuna

Til þess að leysa viðvarandi orkukreppu sem hefur tök á álfunni telur Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að Evrópa verði að „berjast gegn bókstafstrúargræningjum“ svo mögulegt verði að nýta orkugjafa eins og kol, kjarnorku og gas á réttan hátt (mynd EPP/CC 2.0).

Evrópusambandið veltir afleiðingum eigin gjörða á íbúa aðildarríkjanna

Orkuástandið á meginlandi Evrópu er í skelfilegum málum núna, ESB tekur enga ábyrgð á gjörðum sínum og veltir hræðilegum afleiðingum beint á herðar venjulegra heimila og fyrirtækja. Boðar ESB, að fólk leysi orkuskortinn sem ESB hefur sjálft skapað, með því einu að nota minni orku.

Viktor Orbán kallar til baráttu gegn þeim, sem standa gegn uppbyggingu orkumannvirkja byggðum á jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Ungverski forsætisráðherrann telur mikilvægt að nota þær orkutegundir til að leysa orkuskortinn. Hann telur að Evrópusambandið hafi spillt fyrir sér sjálfu með orkustefnu af „pólitískum ástæðum“. Orbán segir í færslu á samfélagsmiðlum:

„Það eru fáar heimsálfur í jafn slæmri stöðu og okkar en aðeins heimsálfan okkar gerir lífið svo miklu erfiðara.“

Hann sagði Evrópu orkulausa og að nú væri kominn tími til að færa rök fyrir öllu litrófi orkugjafa.

„Við verðum að berjast gegn bókstafstrúargræningjum og embættismönnum sem taka þátt í leikjum glóbalismans. Það verður að sannfæra þá og málstaðurinn er fullkomin barátta til þess að mismunandi orkugjafar – kol, kjarnorka, gas – séu ekki útilokaðir sem möguleikar.

Nýir rússneskir samningar

Orbán segir, að burtséð frá því hvað ESB gerir, þá mun Ungverjaland eiga lenda í neinum orkuvandræðum, þar sem landið gerði nýlega nýjan samning við Rússland, sem tryggir nægjanlegt magn af gasi til landsins.

„Ég tek það skýrt fram, að Ungverjaland og ungversk stjórnvöld munu gera allt, sem þarf að gera fyrir föðurlandið.“


Meira má lesa um orkukreppuna hér að neðan, m.a. ummæli Anders Borg fyrrum fjármálaráðherra Svíþjóðar sem segir ástandið miklu verra en bæði covid og fjármálakreppan 2008

Deila