Orðspor Íslands skaðað í þágu erlendrar orkuframleiðslu

Birgir Þórarinsson oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson oddviti Flokks Fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Verið er að skaða orðspor Íslands hvað hreinleika varðar í þágu erlendrar orkuframleiðslu. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Fréttir vikunnar í dag en þar voru Birgir Þórarinsson oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson oddviti Flokks Fólksins í Norðvesturkjördæmi gestir Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Eyjólfur benti á að Ísland selji hreinleika orku sinnar úr langi þi þeim tilgangi að hvítþvo erlenda aðila sem nota orku sem sé alls ekki umhverfisvæn.

Hann segir að af þessu leiði að áttatíu og sjö prósent íslenskrar sé framleidd með afar óvistvænum hætti, meðal annars með kjarnorku, og þetta sé gert þrátt fyrir að það sem Ísland fái í staðinn séu aðeins smáurar í stóra samhenginu.

þetta þýðir að á pappírum eru 21 þúsund tonn af geislavirkum úrgangi notuð árlega til þess að framleiða orku hér á Íslandi, og það er hvergi talað um þetta í kosningabaráttunni„,segir Eyjólfur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila