Orkuauðlindir landsins eru forsenda þess að hér sé hægt að búa – Verðum að verja auðlindirnar

Tómas Ellert Tómasson verkfræðingur

Orkuauðlindir Íslands eru grunnforsenda þess að hér sé hægt að reka það samfélag við viljum búa í og því ber okkur að verja þær auðlindir en ekki færa þær erlendum aðilum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Tómasar Ellerts Tómassonar verkfræðings sem skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Tómas segir að verið sé hægt og bítandi verið að færa orkuauðlindirnar í hendurnar á erlendum aðilum og er orkupakkamálið eitt af lýsandi dæmum þess.

Hann segir að nú sé verið að fara einu skrefi nær þeirri átt með sölu á Landsvirkjun. Tómas bendir á að íslendingar hafi unnið hörðum höndum að því að koma orkumálum sínum vel fyrir, til dæmis með byggingu dýrra virkjana og því sé það afar dapurleg þróun að nú sé hætta á því að íslendingar missi völdin yfir orkuauðlindinni, með þeim afleiðingum að hér verði að lokum sama verð á orku og sé í Evrópu sem sé mun hærra en hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila