Orkupakki fjögur felur í sér mjög umfangsmikið framsal á fullveldinu

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur

Verði fjórði orkupakkinn innleiddur hér á landi felur það í sér mjög umfangsmikið framsal á fullveldi landsins.

Sem dæmi má nefna að í fjórða orkupakkanum er gert ráð fyrir að landsreglari fari með æðsta vald raforkumála í landinu, þ,e stýri raforkumálum þeirra ríkja sem samþkkja pakkann.


Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.


Landsreglari öðlast gífurleg völd hérlendis


Meðal þess sem landsreglara verður falið er að hann mun sjá um að setja þær reglur um orkumál viðkomandi landa og ákveða raforkuverð,taka bindandi ákvarðanir fyrir hönd raforkufrirtækja og hann má leggja sektir á raforkufyrirtæki sem ekki fara að evróputilskipunum sem settar hafa verið
 

það verður einnig stofnað nýtt embætti samræmingarstjóra sem meðal annars verður falið að vakta starfsemi Landsnets, senda fjárfestingaráætlanir Landsnets til landsreglara og ACER um leið og þær eru lagðar fyrir stjórn Landsnets, auk þess verði samræmingastjóra heimilt að mæta á alla fundi Landsnets sem varða aðgengi að stofnrafkerfinu“,segir Bjarni.


Kerfisstjórn Landsnets flyst úr landi


Meðal þess sem verður ef orkupakki fjögur verður samþykktur er að kerfisstjórn Landsnets mun verða tekin úr höndum Íslendinga og verður flutt til RCC- í Norður Evrópu, en Bjarni segir að það fyrirkomulag muni meðal annars ógna rekstraröryggi stofnrafkerfi landsins


 ” þannig að Landsnet mun engu fá um þetta ráðið, við sjáum það að Evrópusambandið mun því stjórna hér raforkumálunum“,segir Bjarni. 


Bjarni hefur tekið saman þau atriði úr fjórða orkupakkanum sem hann segir að almenningur þurfi að vera meðvitaður um en samantekt Bjarna má lesa með því að smella hér.


 Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila