Sjónarmið í orkupakkamálinu hafa ekki verið rædd til hlítar

Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur

Orkupakkamálið er síður en svo útrætt og enn á eftir að ræða ýmis sjónarmið, meðal annars sjónarmið sérfræðinga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyjólfs Ármannssonar lögfræðings sem starfar í Noregi, í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hann segist ósammála Katrínu Jakobsdóttur sem hélt því fram í fjölmiðlum í gær að búið væri að ræða orkupakkamálið til fulls ” það hefði verið mjög gott ef farið hefði verið í sérfræðivinnu nú í sumar, til dæmis skoða þann þátt hvað varðar samningsbrotamál Evrópusambandsins gagnvart átta ríkjum þess og svo hefði þurft að skoða nánar bréf ESA til norskra stjórnvalda varðandi eignarhald á orkumannvirkjum“.


Engin rök hafa komið fram sem réttlæta samþykki þriðja orkupakkans


Eyjólfur segir þögn af hálfu stjórnvalda um rök fyrir því af hverju það ætti að samþykkja orkupakkans áberandi “ stjórnvöld hafa ekki enn sýnt fram á nein rök fyrir því af hverju ætti að samþykkja þennan þriðja orkupakka, ég hef allavega ekki séð rökin fyrir því að ætla að þjóðréttarskuldbinda Ísland, hvort það séu einhver önnu rök, pólitískt samkomualg eða eitthvað í þá áttina veit ég ekki en ég veit allavega og það hefur komið margoft fram að stór hluti orkupakka þrjú hefur ekkert gildi hvað Ísland varðar og hvers vegna í ósköpunum eigum við þá að þjóðréttarlega skuldbinda okkur til þess að innleiða reglur sem hafa ekki gildi eða þýðingu á Íslandi“,segir Eyjólfur .

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila