Símatíminn: Ríkisstjórn Bjarna Ben, Benedikts Jóhannessonar og Óttars Proppé fól Guðlaugi Þór að samþykkja orkupakkann fyrir Íslands hönd

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, Benedikts Jóhannessonar og Óttars Proppé fól Guðlaugi Þór Þórðarsyni þann 28.apríl á ríkisstjórnarfundi að samþykkja orkupakka þrjú fyrir Íslands hönd á fundi samráðsnefndarinnar í Brussel í maí 2017. Þetta kom fram í símatímanum í dag en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson um upphaf orkupakka þrjú og aðdraganda að samþykkt hans í samráðsnefndinni 5.maí 2017.

Arnþrúður benti á að þjóðin hefði ekki verið upplýst um þessa ákvörðun ríkisstjórnar þremenninganna og að bera hefði átt þessa ákvörðun undir forseta Íslands í framhaldinu ” einfaldlega vegna þess að Guðlaugur Þór hefur ekki stjórnskipulega heimild til að skuldbinda þjóðina í svona stórum málum  en það fást ekki neinar upplýsingar um hvort ákvörðunin hafi verið borin undir forsetann“,segir Arnþrúður.

Hlusta má á umræðurnar um þriðja orkupakkann í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila