Einkennilegt að halda því fram að orkupakkinn skipti ekki máli og tefla hag flokksins og þjóðarinnar í tvísýnu á sama tíma

Jón Kári Jónsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi

Það er einkennilegt að halda því stöðugt fram að samþykkt þriðja orkupakkans skipti engu máli og á sama tíma horfa upp á sundrungu innan flokksins, en samt sem áður ætla að fara með málið í gegn.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kára Jónssonar formanns félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jón segir málið allt hið undarlegasta og bendir á að ólga sé innan Framsóknarflokksins einnig vegna málsins, því sé Sjálfstæðisflokkurinn ekki einn á báti hvað sundrungu varðar vegna málsins.

Jón ásamt hópi annara sjálfstæðismanna setti af stað undirskriftasöfnun þar sem ætlunin er að safna undirskriftum flokksbundinna sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að knýja fram atkvæðagreiðslu um málið innan flokksins.

Smelltu hér til þess að skrifa undir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila