Orkustefna ESB og sænsku ríkisstjórnarinnar leiðir til rafmagnsskorts í Svíþjóð – yfir 400 þúsum störf í hættu bara í Stokkhólmi á næstu árum

Verslunarráð Stokkhólms hefur birt skýrsluna „Rafmagnsskortur skapar skammhlaup í Svíþjóð – hverjar verða afleiðingarnar fyrir Stokkhólm?” Fjallar skýrslan um kolranga raforkustefnu í Svíþjóð þar sem ríkisstjórnin hefur lagt spilin á tölvuhallir alþjóðlegra netrisa sem mun leiða til raforkuskorts í landinu. Munu 400 þúsund störf og 50 þúsund nýjar íbúðir vera í hættu vegna raforkuskorts komandi árin bara í Stokkhólmi en um 40% allar nýrra starfa í Svíþjóð hafa orðið til í Stokkhólmi undanfarinn áratug. „Á því ári sem raforkuskorturinn verður verstur – trúlega ár 2027 skv. útreikningum okkar – þá mun raforkuskorturinn draga verga þjóðarframleiðslu niður um 130 milljarða sek eða 8%.”

Facebook og Google fá 98% skattaafslátt og stóra beina ríkisstyrki

Fyrir utan að hafa fengið 98% afslátt af orkuskatti hafa bæði Facebook og Google fengið hundruðum milljóna sænskra króna í beina ríkisstyrki. Samtímis sem alþjóðlegu netrisarnir verða stöðugt ríkari þá mun stefna sænsku ríkisstjórnarinnar hafa neikvæð áhrif á þróun í allri Svíþjóð með minnkandi hagvexti, fækkandi störfum og meiri húsnæðisskorti. Sjálf höfuðborgin Stokkhólmur kemur sérstaklega illa undan kolrangri orkustefnu ESB og ríkisstjórnar Svíþjóðar. Samanlagt er talið að allt að 400 þúsund störf hverfi ásamt 2-3 ársframleiðslum húsnæðisbygginga vegna rafmagnsskorts á Stokkhólmssvæðinu fram til ársins 2031.

Orkudreifingarfyrirtækið getur ekki ábyrgst nægjanlegt rafmagn fyrr en 2029

Lisa Lindqvist hjá Verslunarráði Stokkhólms segir í viðtali við Dagens Industri að „við metum það líklegast, að eftirspurn á rafmagni í kjarna Stokkhólmssvæðisins þ.e.a.s. í sjálfri höfuðborginni nái hámarki ár 2022.”

Skýrslan segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar dugi ekki til að tryggja rafmagn á þriðja áratugnum en eftir að skipting varð skv. ESB orkulögum í orkuframleiðendur og orkudreifendur, þá ræður ekki fyrirtækið Sænsk orkunet (Svenska Kraftnät) við að byggja út netið fyrir rafmagnsþörfina fyrr en í fyrsta lagi ár 2029.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila