Ósáttur við að líkamsræktarstöðvar séu sagðar gróðrarstía kórónaveiru – Erum sótthreinsaðasta svæðið

Björn Leifsson framkvæmdastjóri og eigandi Worldclass

Það er ósanngjarnt og í raun atvinnurógur að halda því fram að líkamsræktarstöðvar séu hættusvæði þegar kemur að dreifingu kórónaveirunnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leifssonar framkvæmdastjóra og eiganda Worldclass í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Björn opnaði líkamsræktarstöðvar sínar í morgun og segir fólk afskaplega ánægt með að fá að komast í hreyfingu aftur, og segir Björn að ítrustu sóttvarna sé gætt, það er allt sótthreinsað í bak og fyrir og líkamsræktarstöðvar þar sem sóttvarna er gætt eru sennilega öruggustu svæðin frekar en hitt.

Hann segist ekki trúa á smáskammtalækningar sóttvarnaryfirvalda gegn veirunni og segir að betra hefði verið að fara í mjög harðar aðgerðir strax í byrjun og halda þeim í tvær vikur

það hefði hér átt að loka öllu, setja útgöngubann og halda því þannig í tvær vikur og þá værum við ekki í þessu limbói sem við erum að eiga við í dag, ég hef enga trú á þessum smáskammtalækningum„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila