Ótækt að dómstóll götunnar taki að sér refsingar

Brynjar Níelsson og Inga Sæland

Það er afar slæmt þegar dómstóll götunnar tekur menn fyrir óháð því hvort sögusagnir séu um þá séu sannar eða ekki, það er einfaldlega ekki almennings að dæma í málum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksns og Ingu Sæland í þættinum Fréttir vikunnar í dag en þau voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum var meðal annars rætt um mál Sölva Tryggvasonar og þá múgæsingu sem átti sér stað í kringum málið. Þau Inga og Brynjar voru sammála um að umræðan um það mál hafi ratað í afar slæman farveg en eins og kunnugt er birti aðeins einn fjölmiðill, Mannlíf frétt þess efnis að sögusagnir um að þjóðþekktur maður hefði ráðist á vændiskonu og steig Sölvi síðar fram og sagði sögusagnirnar sem væru um hann ósannar.

Aðspurður um hvort fjölmiðlaumfjallanir um mál af svipuðu tagi og mál Sölva geti haft áhrif á lögreglu og dómstóla segir Brynjar að framsetning mála á opinberum vettvangi, t,d í fjölmiðlum hafi alltaf ákveðinn tilgang og og geti stundum endað illa vegna múgæsingar og nefnir Brynjar í því sambandi viðfræg mótmæli fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna nauðgunarmáls þar sem lokaniðurstaðan var að þeir sem höfðu þar verið sakaðir um nauðgun reyndust saklausir.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila