Óttastjórnmál notuð sem svipa á fólk

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari

Áróðurskennd óttastjórnmál eru notuð sem nokkurs kona svipa á fólk í þeim tilgangi að það beygji sig undir ákveðna hugmyndafræði eða til þess að þagga niður í því. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn segir birtingarmyndir óttastjórnmála vera fjölmargar, meðal annars á sviði umhverfismála

fólk er komið með kvíða vegna loftslagsmála og það er grafalvarlegt og það bætir ekki úr skák hvernig fjölmiðlar fjalla um atburði, það er gul og rauð viðvörun, mögulegt gos í Þorbirni, við sem eldri erum og skynsamari getum tekið svona fréttum og lesið á milli línanna, en það sem unga fólkinu og börnunum er boðið upp á í fréttaflutningi er svo yfirgengilegt að fólk heldur hreinlega að það sé bara allt að fara til andskotans eins og sagt er á hreinni íslensku“segir Guðbjörn.

Hann segir að það sé engu líkara að með pólitískum rétttrúnaði og óttastjórnmálum sé verið að reyna að skapa nýja tegund af undirgefinni manntegund

svona eins og nasistarnir reyndu að gera, þeir voru auðvitað að reyna að búa til nýja tegund af fólki“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila