Rafmagnslaust og talsvert foktjón víða vegna óveðursins 

Rafmagnslaust er víða á landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þannig er nú rafmagnslaust í Hvalfirði, Húsafelli,Laugavatni, undir Eyjafjöllum, Vík í Mýrdal,í Hornafirði og á Hvolsvelli þar sem rafmagnslína féll á bifreið.

Þá hefur foktjón orðið víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, Kjalarnesi og Vestmannaeyjum. Karlmaður slasaðist í óveðrinu í Hvalfirði þegar þakplata fauk á manninn en ekki liggur fyrir hvort hann hafi slasast alvarlega. Í vík í Mýrdal var opnuð fjöldahjálparstöð seint í gærkvöld og hafa 24 einstaklingar leitað þangað, mest ferðalangar sem ekki hafa haldið ferðum sínum áfram vegna veðurs. Útköll björgunarsveita vegna veðursins eru rúmlega 300.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila