Óvissustigi lýst yfir vegna veðurs – Hættustig á Suðurlandi og Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í fjórum umdæmum landsins lýsir yfir eftirfarandi almannavarnastigum vegna veðurspár á morgun sunnudaginn 24. september, Óvissustig á Norðurlandi vestra, Óvissustig á Norðurlandi eystra, Óvissustig á Austurlandi, Hættustig á Suðurlandi.

Fólk sem hugar að ferðalögum á þessum landshlutum er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingar um ástand á vegum á www.vegagerdin.is

Veðurspáin er eftirfarandi:

Austfirðir – Áður óvissustig – Núna hættustig

25 sep. kl. 09:00 – 12:00

Norðvestan 23-28 m/s, en hvassara á stöku stað. Vindhviður yfir 40 m/s. Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður.

25 sep. kl. 12:00 – 21:00

Norðvestan rok eða ofsaveður, 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s, hvassast sunnantil. Miklar líkur á foktjóni og grjótfoki og fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Austurland að Glettingi – Áður óvissustig – Núna hættustig

24 sep. kl. 19:00 – 25 sep. kl. 10:00

Suðvestan 15-23 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

25 sep. kl. 10:00 – 26 sep. kl. 03:00

Norðvestan 20-25 m/s með slyddu eða snjókomu. Líkur á versnandi færð á fjallvegum. Slæmt ferðaveður.

Norðurland eystra – Óvissustig

24 sep. kl. 17:00 – 25 sep. kl. 09:00

Suðvestan 18-23 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

25 sep. kl. 09:00 – 23:00

Norðvestan 18-23 m/s og rigning eða slydda en snjókoma á heiðum og til fjalla. Líkur á versnandi færð á fjallvegum. Slæmt ferðaveður.

Strandir og Norðurland vestra – Óvissustig

24 sep. kl. 15:00 – 25 sep. kl. 06:00

Suðvestan 18-25 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s, einna hvassast á Ströndum. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

Vestfirðir

24 sep. kl. 15:00 – 25 sep. kl. 06:00

Suðvestan 18-23 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s. Talsverð rigning um tíma og líkur á skriðuföllum í brattlendi sunnantil. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

Breiðafjörður

24 sep. kl. 16:00 – 25 sep. kl. 08:00

Suðvestan 18-23 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s, en hvassara um tíma á Snæfellsnesi. Talsverð rigning um tíma og líkur á skriðuföllum í brattlendi. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

Faxaflói

24 sep. kl. 19:00 – 25 sep. kl. 10:00

Suðvestan 18-23 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

Suðurland – Hættustig

25 sep. kl. 10:00 – 21:00

Norðvestan 18-23 m/s undir Eyjafjöllum og vindhviður yfir 30 m/s. Varasamt að vera á ferðinni á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum.

Suðausturland – Hættustig

25 sep. kl. 06:00 – 26 sep. kl. 03:00

Norðvestan 20-28 m/s með vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður.

Smelltu hér til þess að skoða vef Veðurstofu Íslands

Smelltu hér til þess að skoða vef Vegagerðarinnar

Smelltu hér til þess að fylgjast með þróun lægðarinnar í beinu streymi

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila