Óvíst að fyrirvarar í orkupakkamálinu myndu halda ef málið færi fyrir Evrópudómstólinn

Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Alls óvíst er að þeir fyrirvarar sem settir voru við þingsályktun vegna orkupakkamálsins myndu halda ef málið kæmi til kasta Evrópudómstólsins. Þetta segir Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag. Stefán bendir á að fyrirvararnir séu einfaldlega of veikir ” en þetta verður ráðuneytið auðvitað að meta en mér þykir sennilegt að þessi þessi lausn sem þeir eru að velja með þessu sé valin til þess að koma í veg fyrir átök, til að mynda innan sameiginlegu nefndarinnar“,segir Stefán. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila