Páll Hreinsson fékk 10 milljónir á tveggja ára tímabili fyrir aðkomu að gerð sóttvarnalaga og öðrum verkefnum

Páll Hreinsson dómari við EFTA dómstólinn hefur á undanförnum tveimur árum fengið um tíu milljónir króna frá Íslenska ríkinu fyrir störf í þágu stjórnvalda, meðal annars fyrir aðkomu sína að gerð sóttvarnalaga sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fólk Páli. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Helga Vala segir að hún hafi verið gagnrýnin á að í forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur hafi það aukist að stjórnvöld sæki í það að fá starfandi dómara, hérlendis og erlendis til þess að koma að gerð nýrra laga og að mati Helgu gangi það alls ekki upp.

Hún bendir á að þegar almenningur þarf að leita til dómstóla vegna deilumála sé mótaðilinn oftar en ekki Íslenska ríkið og því mjög óheppilegt að starfandi dómarar séu að taka að sér verkefni fyrir stjórnvöld sem þeir síðan fá greitt fyrir. Verkefni Páls Hreinssonar sé ekki einsdæmi því það séu aðrir dómarar til dæmis við Landsrétt sem séu að taka að sér slík verkefni. Þá hafi einnig Umboðsmaður Alþingis samið forsetakafla stjórnarskrárinnar.

Umræðu um dómara og aðkomu þeirra að lagagerð má heyra hér að neðan.

Þáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila