París: Kennari afhöfðaður fyrir að kenna tjáningarfrelsi og sýna grínmynd af Múhameð – árás öfgaíslamista á evrópsk grunngildi

Tugir þúsundir söfnuðust sunnudag til að votta Samuel Paty (innfeld mynd) virðingu sína

Óhætt má fullyrða að mikil reiðialda sé ekki bara í Frakklandi heldur víða í Evrópu eftir ógeðslegt hryðjuverk s.l. föstudag, þegar 47 ára gamli sögukennarinn Samuel Paty var afhöfðaður af 18 ára gömlum pilti frá Tjetjeníen. Paty hefur á hverju ári haft kennslustundir í tjáningarfrelsi og svo einnig í ár í byrjun október. Nemendur sem ekki vildu vera við kennsluna fengu frí og vissu fyrirfram að sýndar yrðu grínmyndir af Múhameð. Sænska sjónvarpið sýndi viðtöl við nemendur sem fóru í frí og voru harmi slegnir af atburðinum: „Hann var ekki að egna neinum, allir vissu að hann var friðsamur maður og hann notaði teikningarnar einungis í friðsömum tilgangi til að útskýra hvað tjáningarfrelsið væri.“

Undirbúin aftaka – árás á allt Frakkland

Lögreglan drap ódæðispiltinn sem vopnaður var byssu sem sýndi sig eftirá að var loftbyssa

Saksóknari segir aftökuna vel undirbúna m.a. með hótunum og hvatningu um aftöku kennarans og liðsöfnun á félagsmiðlum. Var aftakan hefnd á kennarann fyrir að sýna grínmynd af Múhameð, spámanni íslam. Hefur lögreglan handtekið 11 manns sem grunaðir eru um að hafa unnið saman að aftökunni eða ætlað að svipta kennarann lífi. Sjálfur morðinginn, 18 ára piltur af tjetjenskum uppruna sem kom til Frakklands sem hælisleitandi í vor, var skotinn til bana af lögreglunni. Var drengurinn vopnaður byssu og skaut gegn lögreglunni sem svaraði með kúlnahríð. Ættingjar drengsins voru handteknir m.a. hálfsystir hans sem áður var meðlimur í íslamska kalífatinu – ríki íslams – ISIS.

Tugir ef ekki hundruðir þúsundir Frakka heiðruðu minningu kennarans sunnudag með því að leggja blóm á morðstaðnum og með athöfnum fyrir tjáningarfrelsinu víða í Frakklandi. Jean-Michel Blanquer menntamálaráðherra Frakklands sagði í ávarpi að „þar sem skólinn er grunnstoð samfélagsins, er árásin samtímis árás á alla þjóðina.“ (Uppfært mánudag: Samkvæmt Europe1 News verða 231 einstaklingar á lista yfir öfgaróttæka íslamista tafarlaust reknir úr Frakklandi, 180 eru í dag í fangelsi og 51 til viðbótar verða handteknir).

Að sýna múslímskum börnum grínmyndir af Múhameð er „barnaníð“

Daily Mail skrifar að kúrdíski aktívistinn og skríbentinn Dana Nawzar Jaf ásaki frönsku lögregluna fyrir að hafa „myrt“ 18 ára hryðjuverkamanninn. Dana Nawzar skrifa greinar í blaðið the New Statesman og sagði, að hann „fordæmdi frönsku lögregluna fyrir hryllilegt, tilgangslaust morð á grunuðum múslímskum manni. Að sýna börnum niðurlægjandi grínmyndir af spámanninum Múhameð er ekkert annað en barnaníð.“ Hafa skrifin vakið gríðarlega reiði í Bretlandi og víðar og eru ekki fallin til þess að sá fræi samstarfs milli ólíkra menningarhópa.

Íslamisminn á ekki heima í Evrópu

Charlie Weimers, ESB-þingmaður Svíþjóðardemókrata segir í viðtali við Nyheter i dag að stjórnmálamenn í Evrópu verði að „draga línu í sandinn“ gegn íslamismanum í Evrópu eftir þetta hrottafengna ódæði í París. „Að maður fái höfuðið skorið frá líkamanum fyrir að sýna grínmynd af Múhammeð er ekki bara hryllilegt. Það er einnig sorglegt dæmi um það sem við megum aldrei samþykkja á evrópskri jörðu. Við höfum réttinn að verja okkur gegn þessu. Íslamisminn á ekki heima í Evrópu“ skrifar Weimers á Twitter. „Vandamálið með íslamismann er að hann vill skipta út samfélagskerfi okkar fyrir kóraninn og sharíalög.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila