Patsamoferðin 1940 – Örlagasaga Íslendinga sem urðu strandaglópar í Evrópu

Davíð Logi Sigurðsson er höfundur bókarinnar.

Ferðir Íslendinga til Evrópu á stríðstímum fyrri heimsstyrjaldar hefur þótt mikil fífldirfska á þeim árum enda ljóst að aðstæður gætu breyst á stundarfresti og erfitt að segja til um hvort fólk kæmist til baka legði það á annað borð út í slíka ferð. Þá bjuggu fjölmargir Íslendingar á meginlandi Evrópu og reyndu þeir margir hverjir að komast heim þegar stríðið braust út.

Bókin Þegar heimurinn lokaðist fjallar einmitt um eina slíka ferð en höfundur bókarinnar Davíð Logi Sigurðsson var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann ræddi um efni bókarinnar. 

Bókin er spennandi aflestrar og ættu þeir sem eru áhugamenn um seinni heimsstyrjöldina ekki að láta bókina fram hjá sér fara en hún fjallar um þrjú hundruð íslendinga sem lögðu upp í mikla hættuför frá Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu áleiðis til Patsamoí Norður Finnlandi. Í þættinum var fjallað ítarlega um sögu þessara Íslendinga og hver afdrif þeirra urðu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila