Pence: Forystumenn Black Lives Matter reka „róttæka vinstri stefnu”

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna segir hreyfinguna Black Lives Matters, sem hefur haft sig mikið frammi í óeirðum á götum úti í Bandaríkjunum við niðurrif og eyðileggingu á sögulegum minjum og styttum, vera með róttæka vinstri stefnuskrá sem vill taka lögregluna af fjárlögum. Pence sat fyrir svörum hjá CBS og var spurður um málið:


„Ég fagna þeim árangri sem við höfum náð í átt að meiri og fullkominni einingu með Afrískum Ameríkönum gegnum söguna. Ég hef haft það að leiðarstjörnu í störfum mínum að vera hluti þessa starfs. Það vermir mig um hjartaræturnar. Verandi á hlið lífsins finnst mér einnig að öll líf skipti máli bæði fædd og ófædd. En það sem ég sé í forystumönnum Black Lives Matter hreyfingarinnar er stjórnmálaleg stefnuskrá vinstri róttæklinga sem vilja fjársvelta lögregluna, rífa niður minnismerki, berjast fyrir róttækni og styðja það ofbeldi sem sem hefur lamað samfélög okkar sem BLM segjast styðja. Ég hef hitt forystumenn Afríku-Ameríkana víða um landið og í höfuborginni sem hafa sagt það afdráttarlaust að þeir vilji lög og reglu. Þeir vilja frið á götum úti”.


Hawk Newsome leiðtogi Black Lives Matter í New York hafði í hótunum fyrir skömmu og sagði þá, að „ef þetta land lætur okkur ekki fá það sem við viljum, þá munum við brenna niður kerfið og skipta því út.” Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ummælin föðurlandssvik. Eftir dauða George Floyd hafa forsetinn og varaforsetinn átt óteljandi fundi með fulltrúum blökkumanna víðs vegar af landinu. Bæði forsetinn og varaforsetinn neita að nota slagorðið „svört líf skipta máli”.


Mike Pence sagði:

 „Mér finnst öll líf skipta máli og það er einnig vilji bandarísku þjóðarinnar. Við munum halda áfram að standa þétt saman. Við munum standa þétt saman með Bandaríkjamönnum sem vilja sjá okkur standa saman sem þjóð. Þann boðskap tökum við með okkur alla leiðina fram í nóvember og næstu fjögur árin.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila