Pentagon tilkynnir 150 milljón dollara varnaraðstoð til Úkraínu til að efla landamærin við Rússland

Frá hersýningu úkraínska hersins í Kiev með bandarískum Javin skeytum til að granda skriðdrekum.

Nokkrum dögum fyrir leiðtogafund Biden og Pútíns í Genf á miðvikudaginn 16. júní tilkynnti Pentagon 150 milljóna dollara fjárveitingu til Úkraínu til „að styrkja landamærin gegn Rússlandi“.

Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytinu á föstudaginn segir, að pakkinn fyrir Úkraínu feli í sér „þjálfun, búnað og ráðgjöf til að aðstoða Úkraínuher til að varðveita landhelgi, tryggja landamærin og efla samhæfingu með NATO.“

Í yfirlýsingunni segir ennfremur, að fjármagnið verði notað til að kaupa „radar, ómönnuð loftvarnarkerfi, örugg fjarskiptatæki, rafrænan herbúnað og heilsubúnað hersins og þjálfun og búnað til að bæta rekstraröryggi og getu herflugvalla Úkraínu.“

Fjármagnið er aðgengilegt í fjárhagsáætlun utanríkisráðuneytisins, sem áður var samþykkt af þinginu með skilyrðum um „framfarir“ í umbótum og baráttu gegn spillingu í Úkraínu. Pentagon „staðfestir að Úkraína hafi náð nægum framförum varðandi umbætur í varnarmálum á þessu ári.“ Þrýstingur leiðtoga Kænugarðs á skjótri NATO-aðild mun án efa auka þá spennu, sem þegar ríkir fyrir fund Biden og Pútíns.

Biden kemur með undirbúið leikrit fyrir „frjálsu fjölmiðlana“ á eigin blaðamannafundi.

Biden með eigin blaðamannafund án Pútíns – kemur með fyrirfram skrifað leikrit á fundinn

Hvíta húsið tilkynnti á laugardagsmorgun, að Biden forseti ætlar að halda eigin blaðamannafund í kjölfar fundarins með Pútín í Genf á miðvikudaginn. Venjan er að haldinn er sameiginlegur blaðamannafundur eftir slíka leiðtogafundi. Segir Hvíta húsið það nauðsynlegt, að Bandaríkjaforseti hafi bein samskipti við „frjálsa fjölmiðla“ – en ekkert sagt um, að það ætti einnig við Pútín. Embættismaður Hvíta hússins segir:

„Við gerum ráð fyrir að þessi fundur verði hreinskilinn og blátt áfram og eigin blaðamannafundur er viðeigandi form til að koma málum fundarins skýrt á framfæri við frjálsu fjölmiðlana – bæði hvað varðar málefni sem við erum sammála um og þau mál sem við höfum verulegar áhyggjur af.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila