Píratar ekki hrifnir af bútasaumsaðferð Katrínar í stjórnarskrármálinu

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata

Píratar eru ekki hrifnir af því að stjórnmálamenn séu að móta stjórnarskrána með bútasaumsaðferðum sem einkenna þá vinnu í stjórnarskrármálinu sem nú er verið að vinna með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í fararbroddi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldóru Mogensen þingmanni Pírara í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Halldóra segir að stefna Pírata í stjórnarskrármálinu sé skýr

það á að byggja stjórnarskrána á þeirri vinnu sem var unnin í stjórnlagaráðinu að undirlagi almennings, stjórnmálamenn eiga ekki að vera að breyta atriðum eftir því sem hentar þeim„,segir Halldóra.

Hún segir Pírata þó vinna að stjórnarskrármálinu með opnum huga

en við höfum ekki tekið neina afstöðu hvort við munum samþykkja þessar breytingar, okkar stefna er þessi að stjórnarskráin á að koma frá fólkinu„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila