Píratar vakta hversu miklu fé stjórnmálaflokkar verja í auglýsingar á Facebook

Píratar hafa sett upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir almenning þar sem safnað er saman upplýsingum um hversu miklu fé stjórnmálaflokkar verja í auglýsingar á samfélagsmiðlinum Facebook.

Í tilkynningu segir að þar megi sjá útgjöld þeirra síðasta sólarhring, síðustu viku, síðustu 30 daga og síðustu 90 daga.

Fram kemur að upplýsingarnar á vefsíðunni sem má sjá með því að smella hér séu uppfærðar daglegar frá Ad library gögnum Facebook.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila