Pólítísk átök höfðu áhrif á rannsókn Geirfinnsmálsins og Batta Rauða málsins sem fylgdi í kjölfarið

Erla Bolladóttir kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem hún fjallaði um Geirfinnsmálið í kjölfar þess að henni var í gær synjað um endurupptöku á sínum þætti í málinu. Í síðdegisútvarpinu í dag ræddu þau Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson um það helsta og markverðasta sem fram kom á blaðamannafundinum en Arnþrúður var viðstödd á blaðamannafundinum.

Arnþrúður sagði frá því að að eitt það markverðasta sem fram kom á fundinum hafi verið þau orð Erlu að hún teldi að málið hefði í raun hafist árið 1972 eða um tveimur árum áður en Geirfinnur hverfur og málið hafi verið einkennst af mikilli pólitík og togstreitu. Á þessum árum hafi verið mikið um smygl og lögreglan hafi farið í rassíur gagnvart smygli rétt eins og gert er gagnvart eiturlyfja sölu.

Talað hefði verið mikið um á þeim tíma að veitingastaður væru með smygl inná stöðunum og væru í því að selja fólki smygl. Á þeim tíma hafi verið nýstofnaður dómstoll í ávana og fíkniefnamálum, þar hafði verið togstreita á milli Ólafs Jóhannessonar þáverandi dómsmálaráðherra og tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þar sem í brúnni var Kristinn Pétursson. Togstreitan hefði snúist um að fíkniefni væru að hefja innreið sína í samfélagið og menn hefðu verið tregir til þess að setja upp sér dómstól vegna þess, engu að síður hefði Ólafur komið slíkum dómstól á fót. 

Málin hafi ekki verið mörg en tengdust mörg tollgæslunni og lögreglunni í Keflavík þar sem þeir voru komnir langt út fyrir sitt umdæmi. Þeir hafi verið að upplýsa fíkniefnamál á Grettisgötunni í tilteknu húsi og klukkan tólf á miðnætti voru þeir á glugganum og horfðu á fíkniefnaviðskipt fara fram. Þetta hafi vakið athygli lögreglunnar í Reykjavík sem hafi verið að horfa til síns umdæmis og veltu fyrir sér hvers vegna lögreglan í Keflavík væri að gera þarna. Lögreglan hafði því augljóslega umfram upplýsingar um þennan vágest sem lögreglan í Reykavík hafði ekki, þarna hafi því verið mjög mikil togstreita.

“ Erla sagði á blaðamannafundinum að þarna hafi veitingahúsið Klúbburinn verið nefndur og hann var tengdur strax við Framsóknarflokkinn, hann var tengur við Ólaf heitinn Jóhannesson sem þá var dómsmálaráðherra“ sagði Arnþrúður.

Þannig hafi þetta verið kveikjan að þessari togstreitu og reynt hafi verið að finna einhver mál á dómsmálaráðherrann, einhver mál sem vörðu smyglvarning. Arnþrúður bendir á að þeir sem muni eftir fréttum frá þessum tíma þá hafi verið talað um að dómsmálaráðherrann væri flæktur í smygli á áfengi og öðru slíku til landsins.

„þessi umræða kom meira segja upp á Alþingi og þingmenn voru að ræða um hvort dómsmálaráðherrann væri flæktur í slík mál og jafnvel hvarf Geirfinns, svo langt gekk það nú“segir Arnþrúður.

Hún segir þetta sýna að upphaf málsins sé því sýnilega til komið af togstreitu vegna starfsvettvangs, lögsagnarumdæmi og þeim starfsháttum sem dómsmálaráðherra heimilaði á þeim tíma.

Svo þegar Geirfinns og síðar Guðmundarmálið kemur upp þá var það vitað að Sævar Ciesielski hafi staðið í fíkniefnainnflutningi á árunum 1972 – 1974. Þá hafi almennt verið talað um það þá að Sævar hefði einhvern aðgang sem gerði honum kleift að flytja inn fíkniefni eins og honum sýndist og enginn hafi skilið hvar hann hefði fé til þess að kaupa öll þessi fíkniefni. Svo þegar rannsóknin hefst á hvarfi Geirfinns og Guðmundar þá er stefnan strax tekin á Sævar, þá lá ljóst fyrir að Sævar og fólk tengt honum lá vel við höggi. 

Arnþrúður segir að komið hafi fram á fundi Erlu bolladóttur í dag að öll gögn í svokallaðri Keflavíkurrannsókn hafi horfið.

„gögnunum átti að skila til ríkissaksóknara á sínum tíma til þess að skila rannsókninni formlega yfir til Reykjavíkur en þeim var ekki skilað og Erla sagði mér áðan þegar ég spurði hana út í þetta að þetta hefði verið mjög bagalegt því þarna vantaði mikilvæg gögn inn í málið til þess að sýna þetta upphaf og hvernig þetta vatt upp á sig, við höfum nú rætt það hér að Keflavíkurrannsóknin var meingölluð alveg frá degi eitt þegar Geirfinnur hverfur, upphaf málsins var lítið sem ekkert rannsakað“ segir Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila