Ungverjar og Pólverjar segja samning SÞ um flóttamenn og innflytjendur ógna örygginu

Péter Szijjártó utanríkisráðherra Ungverja

Ungverjar og Pólverjar reyna nú að stöðva innleiðingu Sameinuðu þjóðanna á alþjóðasamningi um flóttamenn og farandfólk (Global Compact for Migration) yfir í alþjóðalög. Lítur SÞ svo á að landamæri þjóða standi í vegi fyrir ”mannréttindum” flóttafólks og innflytjenda.  Fjöldi landa m.a. Ísland hafa samþykkt samninginn sem afnemur landamærastjórn sjálfstæðra ríkja og leyfir flótta- og farandfólki  hvar sem er í heiminum að flytja til allra landa og njóta sömu kjara og réttinda og ríkisborgarar viðkomandi lands. 

Sagt er mörgum sinnum í samningnum að hann sé ekki ”lagalega bindandi” en SÞ reynir engu að síður með öllum ráðum að gera samninginn að alþjóðalögum. Utanríkisráðherra Ungverjalands Péter Szijjártó segir í viðtali við Hungary Today ”Það sem við sögðum í fyrra eftir að Ungverjaland, Bandaríkin, Pólland, Tékkaland, Ísrael og Brasilía höfnuðu flóttamannasamningi SÞ er núna orðið að raunveruleika.”

Szijjártó segir að Sameinuðu Þjóðirnar geri landamæravörslu ríkja að spurningu um ”mannréttindi.” Ungverjaland telur þörf á landamæragæslu til að tryggja öryggi ríkisins, – oft fylgir öfgaíslamismi og hryðjuverkamenn með innflytjendum frá þriðja heiminum.

”Þessi leið er ófær fyrir okkur. Í alþjóðarétti segir skýrt að þeir sem neyðast til að flýja heimalandið fái gistingu hjá fyrsta, nálægasta, örugga ríki og verði þar þangað til að þeir geta snúið heim aftur. ”

„Afstaða Ungverjalands er skýr. Samningurinn um flóttamenn og farandfólk má aldrei – hvorki að hluta til né í heild – verða hluti af alþjóðarétti.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila