Pólverjar bjóðast til að „hlaupa í skarðið“ ef Þjóðverjar stöðva lögn gasleiðslunnar „Nordstream-2“

Petr Muller talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar sagði í viðtali við pólska ríkissjónvarpið að orkumálaráðuneyti Póllands hafi boðið Þjóðverjum nýja möguleika á gaskaupum ef leiðsla Rússa til Þýskalands „Nordstream-2“ verður stöðvuð nú á seinustu metrunum í tenglsum við meinta eitrun gegn Alexey Navalny, rússneskum bloggara og stjórnarandstæðingi. Þetta kemur fram hjá RIA Novosti, rússnesku fréttaveitunni.

Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni Pólverja, Dana og Norðmanna sem ber heitið „Blatic Pipe“, þar er gert ráð fyrir gasleiðslu frá Noregshafi með burðargetuna 10 Gm³ / ár (10  milljarða rúmmetra á ári). Nú þegar starfar „Nordstream-1“ leiðslan en eftir henni fara 55 Gm³ / ár, sama magn og gert er ráð fyrir í „Nordstream-2“.  

Segja má að með þessu sé deilan farin að nálgast Ísland en gaslindir Norðmanna eru í Noregshafi, ekki svo langt austur af Íslandi.

Rætt er um orkuöryggi álfunnar og vestræna samstöðu innan ESB; Rússar telja um útilokunarstefnu gegn sér í alþjóðaviðskiptum að ræða. Rússneskir lögfræðingar telja nokkuð ljóst að Þjóðverjar verði látnir borga milljarða evra, hætti þeir við allt saman og málið fari fyrir gerðardóm, líklegast í Stokkhólmi.  

Þjóðverjar hafa ekki svarað beiðni rússneska ríkissaksóknarans og lögreglu um gögn í Navanly málinu, þrátt fyrir ítrekaðar endurtekningar og hefur Lavrov utanríkisráðherra Rússlands kallað sendiherra Þýskalands á sinn fund, vegna þessa, „á teppið“ eins og það er orðað í mörgum tungumálum. Rússar fullyrða að málið komi sér við – um sé að ræða rússneskan ríkisborgara og atvikið tengt honum gerðist á rússnesku yfirráðasvæði; þeir segjast undrast tímasetning málsins, nú þegar opnun leiðslunnar miklu er alveg á næstu metrum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila