Prófessor Jeffrey Sachs telur að Bandaríkin og Pólland standi að baki sprengingu Nord Stream – varar við hættu á kjarnorkustyrjöld

Hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs telur að það hafi verið Bandaríkin og Pólland sem sprengdu rússnesk-þýsku Nord Stream gasleiðslurnar í fyrri viku, segir hann á Bloomberg Live (mynd WTO/Jay Louvion CC 2.0).

Heimurinn er skelfingu lostinn að heyra eina hliðina segja „Við erum reiðubúin að fara í kjarnorkustríð“ og hina hliðina segja „Þið hræðið okkur ekki“

Hinn heimsþekkti þjóðhagfræðingur og prófessor Jeffrey Sachs heldur því fram, að það hafi líklega verið Bandaríkin og Pólland sem voru að baki sprengjuárásinnar á Nord Stream 1 og 2. Hann var í viðtali hjá Bloomberg Surveillance (sjá myndband neðar á síðunni) þegar þáttastjórnandinn stöðvaði hann og dró í efa fullyrðingar hans:

Jeffrey: „Ég myndi veðja á, að það væru Bandaríkin sem gerðu það, kannski Bandaríkin og Pólland. Það eru vangaveltur…“ Tom Keene þáttarstjórnandi grípur fram í: „Þetta er í raun fullyrðing. Hvaða sannanir hefur þú fyrir því?

Sachs: „Í fyrsta lagi eru beinar ratsjárvísbendingar um að bandarískar herþyrlur, sem venjulega hafa aðsetur í Gdansk hafi farið hring á þessu svæði. Við höfum líka hótanir frá Bandaríkjunum fyrr á þessu ári um að við myndum binda enda á Nord Stream með einum eða öðrum hætti. Við höfum líka merka yfirlýsingu frá Blinken utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag þar sem hann segir viðburðinn vera „frábært tækifæri.“ Það er undarleg leið til að hafa máli sínu, ef þú ert raunverulega áhyggjufullur af skemmdarverkastarfsemi gegn mikilvægum alþjóðlegum innviðum.“

„Ég veit að þetta stríðir gegn frásögn okkar. Þú mátt ekki segja svona hluti á Vesturlöndum, en staðreyndin er sú, að allir í heiminum sem ég tala við trúa því að Bandaríkin hafi gert það. Og meira að segja blaðamenn hér segja mér þetta einslega, en það kemur ekki fram í fjölmiðlum okkar.“

Jeffrey Sachs útskýrir einnig að hann hafi miklar áhyggjur af því að stigmögnunin í Úkraínu og Norður-Evrópu muni á endanum leiða til heimsstyrjaldar:

„Þetta er stórhættuleg leið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila